Nýustu fréttir eru þær að Dimma var pöruð í mars og heppnaðist sú pörun þannig að von er á hvolpum í kringum 20. maí ef allt gengur að óskum. Hún stækkar allavega með hverjum deginum og júgrin orðin væn.
Faðir hvolpanna er Bjarkeyjar Sudden Thunder eða Shelby eins og hann er kallaður daglega.
Shelby er með C mjaðmir og ofboðslega gott geðslag, Býr með 2 börnum í sveit með bæði hestum og geitum. Hann er sýndur með góða dóma. Heilsuhrastur og virkilega flottur rakki.
Hvolparnir afhendast með ættbók frá HRFÍ, hvolpapakki frá Dýrabæ, örmerktir með heilsufarsbók. Einnig fylgir þeim grunnnámskeið og grunn nosework fyrir þá sem það vilja læra. Fyrir frekari uppl má senda mér skilaboð á facebook síðunni HekluTinda.