Nýustu fréttir eru þær að Dimma var pöruð í mars og heppnaðist sú pörun þannig að von er á hvolpum í kringum 20. maí ef allt gengur að óskum. Hún stækkar allavega með hverjum deginum og júgrin orðin væn. 

Faðir hvolpanna er Bjarkeyjar Sudden Thunder eða Shelby eins og hann er kallaður daglega. 

Shelby er með C mjaðmir og ofboðslega gott geðslag, Býr með 2 börnum í sveit með bæði hestum og geitum. Hann er sýndur með góða dóma. Heilsuhrastur og virkilega flottur rakki. 

Hvolparnir afhendast með ættbók frá HRFÍ, hvolpapakki frá Dýrabæ, örmerktir með heilsufarsbók. Einnig fylgir þeim grunnnámskeið og grunn nosework fyrir þá sem það vilja læra. Fyrir frekari uppl má senda mér skilaboð á facebook síðunni HekluTinda. 

 

27.08.2025

Þann 23. maí fæddust 7 fallegir og sprækir brindle hvolpar. Minn draumur var brindle tík og sá draumur rættist nú heldur betur því 5 af hvolpunum voru tíkur. En óheppnin elti mig og dóu því miður 3 tíkur. En mitt fyrsta val á hvolpi er draumurinn minn og býr hjá okkur, hún er gáfuð, falleg, skemmtileg, vinnusöm og lík mömmu sinni. Hún er allt sem ég óskaði mér. Ég er búin að skrá hana á 2 hvolpasýningar og er ég gríðarlega spennt fyrir þeim og sjá hvaða dóma hún fær. Það var annar draumur að sjá mína ræktun á sýningum. Dóttir mín keypti svo annan rakkan úr gotinu og verður einnig spennandi að sjá hvernig hann á eftir að þroskast. 

'